Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Nú ljómar lausnardagur

1. Nú ljómar lausnardagur
um löndin fjær og nær,
við réttist heimsins hagur
er hverfur Satan fjær.
Að arfleifð ört menn streyma,
sem eiga þeir að ná,
að njóta hvíldar heima
og hjarta svölun fá.

Kór: Guðs son, þú alheims undur,
vor allra fórn þú varst,
með særðum höndum sundur
þú sektar bréfið skarst.
Þín orð oss alla gjörðu
eitt eilíft prestasafn.
Þú einn á allri jörðu
átt eilíft konungsnafn.

2. Um stóra náðarstólinn
nú streymir fórnarblóð,
ei lengur lækkar sólin
en lýsir allri þjóð.
Guðs ljóma lausnarsteinar
sem líking kærleikans.
Og blóðið allt sameinar
hið unga ríkið hans.

3. Þú sem án hjálpar hefur
við hafstorm lengi þreytt,
það Golgata þér gefur,
sem gaf ei annað neitt.
Þar hvíld fæst þreyttum huga,
hvert hjartasár þar grær,
og ást hins almáttuga
oss akkersfesti  ljær.

Henrik  Schager - Valdimar Briem.

Hljóðdæmi