Nú örmunum umvef ég krossinn
1. Nú örmunum umvef ég krossinn,
og innvígist, Drottinn, þér!
Þótt allur mér unaður byðist
ég ei frá krossinum fer!
Hvert lán, sem að ljær mér heimur
er leiftur, sem slokknar, dvín.
En krossinum vil ég krjúpa
:,: þar kærleiki Guðs mér skín. :,:
2. ,,Ég elska þig eilífum kærleik”,
- slík orð Guðs mér fyrnast ei; -
,,og þig, nei, ég yfirgef aldrei
ó, æskunnar festarmey!
Hvort mundi þér móðir gleyma?
Sú móðir, sem fyrr þig ól?
Nei, ást mín er eiði bundin
:,: þótt útbrenni stjörnur, sól”. :,:
3. Nú örmunum umvef ég krossinn
og innvígist, Drottinn, þér.
Ég bljúgur af kærleika hvísla:
Þú, Kristur, ert lífið mér!
Ó, get ég þér nokkuð gefið?
Þú guðshetja, sönn og há!
Við krossinn þinn vil ég krjúpa.
:,: Við krossinn er meira´ að fá.:,:
Héléne – Ásmundur Eiríksson
og innvígist, Drottinn, þér!
Þótt allur mér unaður byðist
ég ei frá krossinum fer!
Hvert lán, sem að ljær mér heimur
er leiftur, sem slokknar, dvín.
En krossinum vil ég krjúpa
:,: þar kærleiki Guðs mér skín. :,:
2. ,,Ég elska þig eilífum kærleik”,
- slík orð Guðs mér fyrnast ei; -
,,og þig, nei, ég yfirgef aldrei
ó, æskunnar festarmey!
Hvort mundi þér móðir gleyma?
Sú móðir, sem fyrr þig ól?
Nei, ást mín er eiði bundin
:,: þótt útbrenni stjörnur, sól”. :,:
3. Nú örmunum umvef ég krossinn
og innvígist, Drottinn, þér.
Ég bljúgur af kærleika hvísla:
Þú, Kristur, ert lífið mér!
Ó, get ég þér nokkuð gefið?
Þú guðshetja, sönn og há!
Við krossinn þinn vil ég krjúpa.
:,: Við krossinn er meira´ að fá.:,:
Héléne – Ásmundur Eiríksson