Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Nú þúsund jóla loga ljós

1. Nú þúsund jóla loga ljós
og lýsa mönnum skær.
Þau Drottni flytja dýrðarhrós
og dapra gleði nær.

2. Og vítt um heim og byggt hvert ból
er bjart og hlýtt í kvöld.
Í fjárhúsjötu friðarsól
er fædd og sest við völd.

3. Hjá Betlehem þín stjarna stóð
og steig þín elska hæst.
Þar veitti döprum vonarglóð,
þín viska dýrðar glæst.

4. Ó, faðir, send þú fátækum
þitt friðarljósa skin.
Og sætan gef þú syrgjendum
þinn son að einkavin.

Emmy Köhler – Óli Ágústsson

Hljóðdæmi