Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, blessuð von í brjósti mér

1. Ó, blessuð von í brjósti mér,
sem blíðkar þessa hinstu tíð:
Minn Jesús kónga kóngur er,
hann mun koma til að stjórna sínum lýð.

Kór: :,: Hann kemur brátt, :,:
vér komu hans með gleði fögnum.
Um miðjan dag, um morgun eða nátt,
hann kemur, kemur brátt.

2. Á himni´ og jörð í hverjum stað
sjást heilög tákn, er vitna hátt.
Guðs trúu vottar vitna það,
að vor herra Jesús Kristur komi brátt.

3. Það fólk, sem dó í Drottni fyr,
úr djúpi grafar óðar rís,
er herrann gegnum himna dyr
kemur til að opna okkar Paradís.

4. Og vér, sem lifum veröld í,
þá verðum hrifnir á hans fund.
Og þessi von svo helg og hlý
mun oss hugga öll á vorri lausnarstund.

Thoro Harris - Valdimar Briem.

Hljóðdæmi