Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, fagnaðarhátíð

1.  Ó, fagnaðarhátíð, ó, friðheilög jól
þið fögnuð mér vekið í sinni.
Minn ástríki Jesús, þú elskunnar sól
ert orsök að gleðinni minni.

2. Hve dásamleg Guðs náð að eiga þitt orð,
sem upplýsir, frelsar og græðir.
Í heilagri ritning þú berð mér á borð,
það brauð sem mig daglega fæðir.

3. Þú verndað mig hefir, já, læknað og leitt
og lýst mér í erfiðu stríði,
með ástgjöfum blessað og götuna greitt,
þú Guð minn, og frelsari blíði.

4. Svo gleðileg jólin, með gróandi sár,
brátt geislarnir hækkandi skína.
Þér, Guði, sé lof fyrir umliðin ár
og umhyggju verndina þína!

Guðríður  S. Þóroddsdóttir

Hljóðdæmi