Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, gæti ég aðeins lýst

1. Ó, gæti´ ég aðeins lýst hans undra elsku,
hversu undur dýrmæt nálægð hans er mér.
Hve djúp og hrein er gleðin, sem hann gefur,
ó, hve glaður kysir þú hann nú og hér.

Kór: Gæti´ ég lýst því, gæti´ ég lýst því,
hversu guðdómlega sæl hans nálægð er.
Gæti´ ég lýst því, gæti ég lýst því,
ó, hve glaður kysir þú hann nú og hér!

2. Ó, gæti´ ég aðeins gefið þér til kynna,
hversu guðdómlega blítt hann elskar þig,
þú tilbiðjandi hneigðir djúpt þitt höfuð
fyrir honum, sem lét þyrnikrýna sig.

3. Ó, gæti´ ég aðeins lýst hans sælu sölum,
hversu sælt er börnum Guðs að koma heim,
þar ljóssins höll hjá lífsins vatni stendur,
þroskuð lífstré breiða faðm mót sólargeim.

4. En mannleg tunga megnar ei að lýsa,
hversu miskunn hans og ást er djúp og heit.
Ég bið þig aðeins leita hans af hjarta,
þú munt hvíld og sálu finna´ í þeirri leit.

I. D. Ogdon - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi