Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, gerðu mig Drottinn

1. Ó, gerðu mig, Drottinn, að glóandi sál,
sem geislar og vermir í senn,
svo flytja ég megi þín friðarins mál
við fallna og synduga menn.

Kór: Lát eld þinn, Guð, snerta og umskapa mig,
svo öll hreinsist burt synd og prjál.
Ó, Kristur ég alfús geng köllunarstig
ef kveikir þú eld mér í sál.

2. Mér himneskan eld kveik í hjarta og önd,
ó, herra, ger allt saman nýtt.
Svo geisli´ ég sem kyndill, ó, Guð, þér í hönd
og geti mörg íshjörtu þítt.

3. Ó, lát mig þess gæta að lífið mitt þver,
ó, láttu mig efla þinn hag.
Og einungis vinna af alhuga þér,
svo aldrei ég bregðist neinn dag.

Herbert Brander – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi