Ó, Golgata, heilaga
1. Ó, Golgata, heilaga, sólfagra svið!
Þar sýknun mér dómarinn vann.
Þar leystist ég út, því lausnarféð galt
minn lífgjafi - Jesús er hann!
Kór: Sættur við Guð! Hann er minn, hans ég er.
Allt var það náð, að hann unni svo mér.
Dómari minn, hann tók sekt mína á sig,
sýknaði af dóminum mig.
2. Ó, Golgata, heilaga, sólfagra svið!
Þar sá ég til himinsins leið.
Þar lauk minni sorg, ég lék mér sem barn,
þar ljómaði sólin mér heið.
3. Ó, Golgata, heilaga, sólfagra svið!
Þar sameinast allir um Krist.
Þar varpar Guðs náð hvers vegsemd að láð,
þar vinnst það, sem áður var misst!
4. Ó, Golgata, heilaga, sólfagra svið!
Þar sárum við lyfsteinninn fæst.
Þar styrkur gefst veikum í stríðandans raun,
Þar stöndum vér himninum næst.
Höf undur óþekktur - Ásmundur Eiríksson
Þar sýknun mér dómarinn vann.
Þar leystist ég út, því lausnarféð galt
minn lífgjafi - Jesús er hann!
Kór: Sættur við Guð! Hann er minn, hans ég er.
Allt var það náð, að hann unni svo mér.
Dómari minn, hann tók sekt mína á sig,
sýknaði af dóminum mig.
2. Ó, Golgata, heilaga, sólfagra svið!
Þar sá ég til himinsins leið.
Þar lauk minni sorg, ég lék mér sem barn,
þar ljómaði sólin mér heið.
3. Ó, Golgata, heilaga, sólfagra svið!
Þar sameinast allir um Krist.
Þar varpar Guðs náð hvers vegsemd að láð,
þar vinnst það, sem áður var misst!
4. Ó, Golgata, heilaga, sólfagra svið!
Þar sárum við lyfsteinninn fæst.
Þar styrkur gefst veikum í stríðandans raun,
Þar stöndum vér himninum næst.
Höf undur óþekktur - Ásmundur Eiríksson