Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, Guðdómlega gáta stór

1. Ó, guðdómlega gáta stór:
Þú, Golgata og krossinn.
:,: Sem heimsins vísdóm hærra fór,
hér hljóp fram náðarfossinn. :,:

2. Ég kem í dag að krossins fót
af kvöl og þorsta brenndur.
:,: Og lífsins geng ég ljósi mót,
ég legg mig Krists í hendur. :,:

3. Sjá, blóðið þvær hvern blett af mér.
Og brott hvern efa hrek ég.
:,: Ég kem sjálfboða Krists í her,
hans kross að sverði tek ég. :,:

4. Ég hollustu, Guð, heiti þér
og hlýðni allt að dauða.
:,: Því um mig þú um eilífð sér,
ég einn er þinna sauða. :,:

5. Ég feta veg Guðs fegingjarn.
Af fögnuði´ vildi´ ég gráta.
:,: Þú ert minn faðir, ég þitt barn,
ó, undraverða gáta! :,:

Sven Lidman  - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi