Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, herra minn Jesús

1. Ó, Herra minn Jesús, ég hrópa þig á,
því hjarta mitt brennur af guðlegri þrá.
Brjót niður hvert skurðgoð, er skaða mér bjó,
ó, þvo mig, svo verði ég hvítari snjó.

Kór: Hvítari snjó,  já, hvítari snjó,
ó, þvo mig, svo verði ég hvítari snjó.

2. Ó, Drottinn minn, lít þú í miskunn til mín,
ég mæni í auðmjúkri lotning til þín.
Í þér finn ég lífið, þín náð er mér nóg,
ó, þvo mig, svo verði ég hvítari snjó.

3. Ó, blessaði Jesús, minn breyskleik þú sér,
ég bið þig að skapa nýtt hjarta í mér.
Þú synjar mér ekki, því náð þín er nóg,
ó, þvo mig, svo verði ég hvítari snjó.

James  Nicholson – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi