Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, hve dýrðlegt er að lifa

1. Ó, hve dýrðlegt er að lifa
einum Guði kærleikans,
og ei þurfa í eigin krafti
allt að fylla lögmál hans.

Kór: Djúpt í ljúfum lífsins straumi,
lindinni frá Golgata,
þar ei nokkur synd mig særir,
sælu finn ég eilífa.

2. Allt, sem Drottins elska megnar,
er í Jesú fullkomið.
Fyrir lambsins ljúfu undir
lífs er opið náðarhlið.

3. Nú er sérhver hindrun horfin,
hér með skuldin goldin er.
Og nú Drottins andi laðar
allra þjóða menn að sér.

4.. Lögmálið ei færir frelsi,
fyrir það á dauðinn mátt.
En við kraft og anda Drottins
endurlausn þú færð og sátt.

Werner Skibsted - Jónas S. Jakobsson.

Hljóðdæmi