Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, hve dýrðlegt minn Jesús

1. Ó, hve dýrðlegt, minn Jesús, að dveljast hjá þér,
ó, hve dásamleg hjálp þín í neyð!
Ó, hve frjáls, ó, hve létt eru fótstig vor hér,
þegar frelsarans göngum vér leið.

Kór: Ó, að Guð mætti frelsa þig, friðvana sál,
veita frið þinni önd, sem er þjáð!
Fyrir kraft hans þú sigra munt syndir og tál,
þar til síðast að heim færðu náð.

2. Þú, sem berst við að uppfylla boðorðin ströng,
hvílík barátta er það og strit.
Kom til Jesú og gakk svo með gleði og söng,
fær þér guðdómsins elsku í nyt.

3. Þú, sem lifir í glaumi og gáleysi hér
langt frá guðdómsins himneska frið.
Jesús Kristur þinn frelsari eilífur er,
öllum sorgmæddum veitir hann lið.

Höfundur óþekktur - Jónas S. Jakobsson.

Hljóðdæmi