Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, hve elska þín Drottinn

1. Ó, hve elska þín, Drottinn,
vann undursamt verk!
Þá Jesús í hjartað kom inn.
Og þitt hjálpræði varð mér
sem hafsbylgjan sterk,
þá Jesús í hjartað kom inn.

Kór: :,: Þá Jesús í hjartað kom inn. :,:
Inn í hjartað féll gleðin
sem hafstraumur blár,
þá Jesús í hjartað kom inn.

2. Ég varð hreint eins og þrunginn
af himneskri náð,
þá Jesús í hjartað kom inn.
Og mitt skuldabréf alveg
að eilífu máð,
þá Jesús í hjartað kom inn.

3. Ég varð frjáls og svo glaður
og fylltist af von,
þá Jesús í hjartað kom inn.
Og ég trúði, sem barnið
og tilbað Guðs son,
þá Jesús í hjartað kom inn.

4. Ég ei dauðanum lengur
né dóminum kveið,
þá Jesús í hjartað kom inn.
Ég sá himnana opnast,
og hvarf öll mín neyð,
þá Jesús í hjartað kom inn.

R. H. McDaniel - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi