Ó, hve hugur berst oft
1. Ó, hve hugur berst oft til hins himneska lands,
hvar minn heilagi brúðgumi er.
Oft ég inni til sanns, hvort minn eilífðarkrans
beri eðalstein fagran í sér?
Kór: Mun ég eðalstein þá lífs í sveig mínum sjá,
er ég svíf heim í Guðs dýrðar rann?
Mun ég fagnandi æð þar í himnanna hæð
sálir hitta, sem Kristi ég vann?
2. Ég vil kalla menn inn, sem Guðs hermaður hreinn,
í hið himneska Guðsbarna-safn.
Sérhver blóðþveginn einn, er sem bjartur gimsteinn
og hann blessar um eilífð Guðs nafn.
3. Ó, sú fagnaðarstund, er úr fátækt og neyð
okkur frelsarinn tekur til sín.
Og hver und er hér sveið verður algrædd um leið
og um eilífð Guðs fögnuður skín!
Eliza E. Hewitt - Ásmundur Eiríksson
hvar minn heilagi brúðgumi er.
Oft ég inni til sanns, hvort minn eilífðarkrans
beri eðalstein fagran í sér?
Kór: Mun ég eðalstein þá lífs í sveig mínum sjá,
er ég svíf heim í Guðs dýrðar rann?
Mun ég fagnandi æð þar í himnanna hæð
sálir hitta, sem Kristi ég vann?
2. Ég vil kalla menn inn, sem Guðs hermaður hreinn,
í hið himneska Guðsbarna-safn.
Sérhver blóðþveginn einn, er sem bjartur gimsteinn
og hann blessar um eilífð Guðs nafn.
3. Ó, sú fagnaðarstund, er úr fátækt og neyð
okkur frelsarinn tekur til sín.
Og hver und er hér sveið verður algrædd um leið
og um eilífð Guðs fögnuður skín!
Eliza E. Hewitt - Ásmundur Eiríksson