Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, hve Kristur er kærleiksríkur

1. Ó, hve Kristur er kærleiksríkur,
hann á krossinum dó fyrir mig.
Til að frelsa þá syndum særðu
gekk hann sorgmyrkan rauna stig.

Kór: :,: Hann var negldur á kross fyrir mig, :,:
þoldi háðung og neyð og dapran deyð,
hann var negldur á kross fyrir mig.

2. Til að framkvæma alföður áform
Jesús yfirgaf himna dýrð.
Hann var fæddur af Maríu meyju,
þoldi mæðu og skort og rýrð.

3. Og hann bar vora sorgarbyrði,
fyrir brot vor hann særður var,
hann er syndþjáðum sáralæknir,
og hinn sami til eilífðar.

4. Og hann fórnaði fögru lífi
til að frelsa hinn þjáða heim,
og að lokum mun hann oss leiða
inn í ljómandi sælu geim.

F. A. Graves – Sigurbjörn  Sveinsson.

Hljóðdæmi