Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, hver er að knýja

1. Ó, hver er að knýja í kvöldblíðum frið
á þitt hjarta?
Og  hver kemur til þín með lækning og lið,
og sælunnar sólskinið bjarta?

2. Ó, meðtak hinn líknsama lausnara þinn
í þitt hjarta,
Þá streymir Guðs friður í anda þinn inn,
og eilífðar sólskinið bjarta.

3. Þú finnur hve veröldin vonarsnauð er,
og hve tómleg.
Hún bætir ei úr því, sem amar að þér,
þótt auðug hún virðist og blómleg.

4. Hver rós hefir þyrna í heiminum hér,
en sá friður,
sem Jesús þér gefur, hann eilífur er,
þú öðlast hann, ef að þú biður.

5. Hvers virði er auður og heiður og hrós
hér á jörðu,
Mót hamingju þeirri, að hafa það ljós,
sem lýsir í lífsstríði hörðu?

6. Ó, meðtak þann ástvin, sem angrað og smáð
oft þú hefur.
Þá kemur hann til þín með kærleik og náð,
og kórónu lífsins þér gefur.

Lina Sandell – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi