Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, hvílík náð

1. Ó, hvílík náð í Kristi lífið eiga,
hans konungsdýrð er nú um eilífð mín.
:,: Ég girnist hvorki gull né heiðurs-sveiga
mér Guð er allt - jafnt líf og vonasýn. :,:

2. Hann er mitt hnoss og arfur dýrstur fundinn,
og auð sinn við er hjartað bundið fast,
:,: því er ég framar engu´ á jörðu bundinn
ég aðeins himninum í Jesú batst. :,:

3. Öll sorg mér hvarf, er sá ég veginn bjarta
og sól Guðs náðar við mér fögur skein.
:,: Guðs blessun kom með birtu í mitt hjarta,
sem barn ég hvíli nú við lífsins stein. :,:

4. Úr brjósti mínu´ er burtu tekinn efinn,
hjá blessun Drottins öllu´ ég fórna, gleym.
:,: En meiri sæla mun þó verða gefin
er móðan þver og Guð mig tekur heim. :,:

Werner Skibsted - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi