Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, Jesús gef mér sjón

1. Ó, Jesús, gef mér sjón, að sjái´ ég,
hve sál mín rík af gæðum er:
Á himni föður helgan á ég,
:,: um hverja mína þörf er sér. :,:

2. Ég á við hlið hans bróður blíðan,
er biður stöðugt fyrir mér,
svo hvar sem fer ég heim um víðan
:,: þá hjá mér dásöm náð hans er. :,:

3. Ég talsmann á í ógnum nauða,
það er mér veikum huggun góð
og eilíft líf ég á í dauða
:,: og aflausn fyrir Jesú blóð. :,:

4. Ég á á himnum arfsvon ríka,
þann arf mér Jesús Kristur vann,
og ég á sigursveiginn líka
:,: er sínum börnum gefur hann. :,:

5. Ó, auk mér trú og dug til dáða,
að dýrð ég mína sjái hér.
Mín bíður krónan bjarta, þráða,
:,: sem búin var frá eilífð mér. :,:

Lina Sandell - Bjarni Eyjólfsson.

Hljóðdæmi