Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, Jesús við þitt hjarta

1. Ó, Jesús, við þitt hjarta
fann mitt hjarta sæla ró,
sem fugl í hlýrri hreiðursæng
mín sál þar finnur fró.
:,: Sjá allt er nýtt, :,: sjá allt er orðið nýtt,
sem morgunstjarnan fögur
skín mér Jesú auglit blítt.

2. Minn Drottinn Jesús Kristur,
ég er krossfestur með þér,
sem heiminum ég dáinn er,
svo dáinn er hann mér.
:,: Svo þunga neyð :,: þú þoldir fyrir mig,
og því vil ég af hjartans innsta grunni elska þig.

3. Þótt Satan hafi úti
allar klær að granda mér,
hann getur ekki fundið mig,
en mætir aðeins þér,
:,: því hverja stund, :,: ég krossins merki ber.
Og sál mín glöð og sæl og hólpin eilíflega er.

4. Með Paradísar himnafrið
mitt hjarta fyllir þú.
Ég horfi stöðugt upp til þín,
í bæn og von og trú.
:,: Ég syng þér lof, :,: minn ljúfi Jesús kær,
á meðan hjartað mér í barmi finnur til og slær.

5. Þú vaktir hjá mér ást til Guðs
og allra barna hans,
þú lyftir minni sálu upp
í ljóma kærleikans.
:,: Í gleði´ og neyð, :,: ég návist þína finn,
þú ert og verður sálar minnar sanni brúðguminn.

N. L. Zinsendorf – Sigurbjörn  Sveinsson.

Hljóðdæmi