Ó, ljúfa hvíld
1. Ó, ljúfa hvíld, sem hjarta fyllir mitt.
Ó, helga náð, þú undraverða gjöf!
Mér Drottinn veitti dýrðarfrelsi sitt,
hann dró mig upp úr synda myrkurs gröf.
2. Nú er ég frjáls, nú er mitt hjarta hreint,
ó, hvílík náð, að friðþægð synd mín er!
Nú hvern einn dag Guðs kærleik fæ ég reynt.
Við kross hans stöðug fró er búin mér.
3. En, vinur kær, er þetta einnig þitt?
Ert þú Guðs barn, sem nýtur ástar hans?
Er önd þín hrein af öllum syndum kvitt?
Er þér á himni geymdur sigurkrans?
4. Ó, flý að krossi frelsarans í dag,
þar friður veitist angurmæddri sál.
Því Jesús færir óðar allt í lag,
hann einn fær skilið hjartans þögla mál.
Konráð Þorsteinsson.
Ó, helga náð, þú undraverða gjöf!
Mér Drottinn veitti dýrðarfrelsi sitt,
hann dró mig upp úr synda myrkurs gröf.
2. Nú er ég frjáls, nú er mitt hjarta hreint,
ó, hvílík náð, að friðþægð synd mín er!
Nú hvern einn dag Guðs kærleik fæ ég reynt.
Við kross hans stöðug fró er búin mér.
3. En, vinur kær, er þetta einnig þitt?
Ert þú Guðs barn, sem nýtur ástar hans?
Er önd þín hrein af öllum syndum kvitt?
Er þér á himni geymdur sigurkrans?
4. Ó, flý að krossi frelsarans í dag,
þar friður veitist angurmæddri sál.
Því Jesús færir óðar allt í lag,
hann einn fær skilið hjartans þögla mál.
Konráð Þorsteinsson.