Ó, ljúfi Jesús lít til mín
1. Ó, ljúfi Jesús, lít til mín,
því lífið missi ég án þín,
mér aumum náðarauglit sýn
og tak mig sem ég er!
Kór: :,: Ó, tak mig sem ég er ! :,:
Þinn dauði´ á krossi´ er mitt dýrsta hnoss!
Ó, tak mig sem ég er!
2. Mín sál er reikul, sek og spillt,
en sektar verð þú tjáðir gilt,
og reisa máttu mig, ef vilt,
ó, tak mig sem ég er!
3. Þó betrast vilji´ ég, bilar dáð,
í breyskleik farast öll mín ráð,
en sakir nafns þíns sýn mér náð
og tak mig sem ég er!
Eliza H. Hamilton – Þýðandi óþekktur
því lífið missi ég án þín,
mér aumum náðarauglit sýn
og tak mig sem ég er!
Kór: :,: Ó, tak mig sem ég er ! :,:
Þinn dauði´ á krossi´ er mitt dýrsta hnoss!
Ó, tak mig sem ég er!
2. Mín sál er reikul, sek og spillt,
en sektar verð þú tjáðir gilt,
og reisa máttu mig, ef vilt,
ó, tak mig sem ég er!
3. Þó betrast vilji´ ég, bilar dáð,
í breyskleik farast öll mín ráð,
en sakir nafns þíns sýn mér náð
og tak mig sem ég er!
Eliza H. Hamilton – Þýðandi óþekktur