Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, syng þínum Drottni

1. Ó, syng þínum Drottni,
Guðs safnaðarhjörð.
Syngið nýjan söng,
þér englanna herskarar,
himinn og jörð.
Öll veröldin vegsami Drottin!

2. Ó, syng þínum skapara lofgerðarlag.
Syngið nýjan söng,
og  kunngerið hjálpráð hans dag eftir dag.
Öll veröldin vegsami Drottin!

3. Ó, syng þú um dýrð Guðs á himnanna hæð.
Syngið nýjan söng,
hvert hjarta, hver tunga, hver taug og hver æð.
Öll veröldin vegsami Drottin!

Valdimar  Briem.

Hljóðdæmi