Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, þekkirðu ekki undurfagra nafnið

1. Ó, þekkirðu ekki undurfagra nafnið
er oss Guð til bjargar lér.
Um allan heim er um það lofgjörð sungin,
yfir lönd og höfin þver.

Kór:  Öllum nöfnum æðra er nafnið Jesús
og ekkert fegra á jörðu hér.
Því ekkert nafn er annað til sem frelsar,
aðeins nafnið sem hann ber.

2. Það heiti ljómar milt sem morgunstjarna
mitt í jarðar eymd og nátt.
Það veitir hug og vonarbálið glæðir
verði ljós þess dauft og lágt.

Það skelfdu hjarta flytur frið af hæðum
færir hryggum sálum ró.
Er stormar æða sterkir mér í brjósti
stillt það getur vind og sjó.

Er öllum nöfnum öðrum förlast ljómi
eigi bliknar Jesú nafn.
Þess dýrðarljómi mun um aldir alda
ævinlega haldast jafn.

Allan Törnberg – Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi