Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, þér að líkjast

1. Ó, þér að líkjast, ljúfasti Jesús,
löngun mín er og bæn sérhvern dag.
Ef þú ert hjá mér einskis ég sakna,
ástríki Jesús, nær þér mig drag.

Kór: :,: Ó, þér að líkjast :,:
elskaði Jesús, hreinn, sem þú er!
Gef mér þinn mildleik,
gef mér þinn fúsleik,
gef þína fylling í sálu mér.

2. Ó, þér að líkjast, auðmjúkur jafnan,
ástunda djörfung, helgun og ró.
Viljugur líða vanvirðu með þér,
veita þeim lið, sem úlfurinn sló.

3. Ó, þér að líkjast, Kristur, hér kem ég
kærleika þinn gef í anda minn.
Aufúsu hjarta öllu ég fórna.
óskiptur verð ég héðan af þinn.

4. Ó, þér að líkjast, bæn mín og breytni
beri þér dýrð, gef anda þinn mér.
Musteri þitt svo megi ég verða,
mótast og gerast líking af þér.

T. O. Chisholm – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi