Ó, þú heilagi kross
1. Ó, þú heilagi kross, ó, þú heilagi kross,
þú mitt hjálpráð og einasta von.
Sjá, mitt líf það ég fann við þinn lífæða foss,
þú ert líf mitt, Guðs eingetni son.
Ó, ég blessa þig, kross, og ég blessa þig heitt
því til bjargar finnst annað ei neitt.
2. Ó, þú heilagi kross, ég þér hollustu sver,
ég vil hefja þitt merki á loft.
Ó, þú Kristur, minn Drottinn, ég kem eftir þér,
sem að kallað mig hefur svo oft.
Sjá, þú horfir til mín, og ég brenni´ allar brýr
mér að baki - því ást þín mig knýr.
3. Ó, þú heilagi kross, sem ert hæddur í dag
og þeim heimska, sem þekkja ei Krist.
Víst skal óma til þín hvert mitt einasta lag,
ég vil elska þig síðast og fyrst.
Þú Guðs heilagi kross, ég vil hylla þig æ,
meðan hreyft mína tungu ég fæ.
4. Ó, þú heilagi kross, enn þú haslar þér völl,
eins og háborg á syndugri storð.
Og þeir vaxa og aukast sem fannþakin fjöll
Sem að flytja þitt sannleikans orð.
Kom þú, vinur minn kær, í þá fylking sem fyrst
sem að fram yfir allt heiðrar Krist.
Ásmundur Eiríksson.
þú mitt hjálpráð og einasta von.
Sjá, mitt líf það ég fann við þinn lífæða foss,
þú ert líf mitt, Guðs eingetni son.
Ó, ég blessa þig, kross, og ég blessa þig heitt
því til bjargar finnst annað ei neitt.
2. Ó, þú heilagi kross, ég þér hollustu sver,
ég vil hefja þitt merki á loft.
Ó, þú Kristur, minn Drottinn, ég kem eftir þér,
sem að kallað mig hefur svo oft.
Sjá, þú horfir til mín, og ég brenni´ allar brýr
mér að baki - því ást þín mig knýr.
3. Ó, þú heilagi kross, sem ert hæddur í dag
og þeim heimska, sem þekkja ei Krist.
Víst skal óma til þín hvert mitt einasta lag,
ég vil elska þig síðast og fyrst.
Þú Guðs heilagi kross, ég vil hylla þig æ,
meðan hreyft mína tungu ég fæ.
4. Ó, þú heilagi kross, enn þú haslar þér völl,
eins og háborg á syndugri storð.
Og þeir vaxa og aukast sem fannþakin fjöll
Sem að flytja þitt sannleikans orð.
Kom þú, vinur minn kær, í þá fylking sem fyrst
sem að fram yfir allt heiðrar Krist.
Ásmundur Eiríksson.