Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, þú sæli brunnurinn

1. Ó, þú sæli brunnurinn blóðs,
búinn fyrir syndugan heim,
saklaus Jesús sekt mína bar,
sár mín græddust af benjunum þeim.
Frá þér gekk ég forboðinn stig,
fannst mitt hjarta svipt allri ró,
þvo þú mig í brunninum blóðs,
brátt þá verð ég hvítari snjó.

Kór: :,: Hvítari en snjór! :,:
Þvo þú mig í brunninum blóðs,
brátt þá verð ég hvítari snjó.

2. Kransinn þyrna Krists höfuð bar,
krossinn þungt á herðum hans lá.
Sorga þungi sálu hans skar,
sé ég nú hvar líkn er að fá.
Leið mig til þín, lausnari kær,
líf mér gefðu´ og eilífa fró.
Þvo þú mig í brunninum blóðs,
brátt þá verð ég hvítari snjó.

3. Faðir, ranga fetaði´ ég braut,
friður hjartans dulinn því var,
sárri bundinn syndanna þraut,
sorg og tregi hjarta mitt skar.
Jesús, í þinn brunn benja flóðs,
blíðuríkur leiðir mig þó.
Þvo þú mig í brunninum blóðs,
brátt þá verð ég hvítari snjó.

Eden R. Latta - Mattlías Jochumsson.

Hljóðdæmi