Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, vilt þú ei velja Jesúm

1. Ó, vilt þú ei velja Jesúm?
Það viðkvæmt hljómar boð,
og blíðlega þér býður
svo blessaða hjálp og stoð.
Þú, bundna sál, hann býður,
þér blíða frelsi sitt,
ó, vilt þú ei velja Jesúm,
hvað verður nú andsvar þitt?

Kór: :,: Hvað er nú andsvar þitt? :,:
Vilt þú ei velja Jesúm?
Hvað verður nú andsvar þitt?

2. Ó, vilt þú ei velja Jesúm?
Hve viðkvæm raust er sú
er alvarlega ómar
í eyrum þínum nú!
Um eilíft líf er að ræða,
Þín önd verður syndum kvitt.
Ó, vilt þú ei velja Jesúm?
Hvað verður nú andsvar þitt ?

3. Ó, hugsa um herrann dýrðar,
af himni´ er kom á jörð,
hans líf svo hreint og heilagt
og helga sáttargjörð,
hans guðdómlegu gæsku
þá gaf hann lífið sitt,
ó, vilt þú ei velja Jesúm?
Hvað verður nú andsvar þitt?

Nathaniel  Norton – Sigurbjörn  Sveinsson.

Hljóðdæmi