Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, vínviður hreini

1. Ó, vínviður hreini, þú eilífi, eini,
ég ein er sú greinin, sem tengd er við þig.
Í gleði og harmi, með himneskum armi,
ó, hjartkæri Jesús minn, styður þú mig.

Kór: Ei þvílíkan vínvið ég þekki,
sem þú, herra Jesús, ert mér.
:,: Um eilífð ég sleppi þér ekki,
ég allur er samgróinn þér. :,:

2. Ó, vínviður hreini, þú eilífi, eini,
ég allan minn vökva og kraft dreg frá þér.
Ég inn við þitt hjarta finn ástarlind bjarta,
minn elskaði Jesús, sem hugsvalar mér.

3. Ó, vínviður hreini, þú eilífi, eini,
sem aldrei munt visna, ég held mér við þig.
Er blóðgur er svitinn og sárastur hitinn
í svalandi skugga þú varðveitir mig.

Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi