Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Pílagrímsins ganga

1. Pílagrímsins ganga löngum örðug er,
ei þó skaltu bugast, hvað sem mætir þér.
Jesús með þér gengur, Jesús skilur allt,
Jesús mun þig verma, ef þér verður kalt.

Kór: Já, hann skilur allt, og hans braut er best.
Heyr, hann kallar hér: ,,Hvíld ég veiti þér”.
Fel þú honum hulda framtíð og þitt líf.
Jesús vill þig leiða, Jesús er þín hlíf.

2. Hverja þína byrði bera vill hann hér,
bjarta náðargeisla mun hann senda þér.
Jesús þekkir veginn, Jesús skilur allt,
Jesús er þinn vinur, heims þó lán sé valt.

3. Þegar allir vinir þínir bregðast þér,
þegar að þér sækir freistinganna her,
Jesús vill þér hjálpa, hann sem skilur allt,
hann þig leiðir gegnum harmaélið svalt.

4. Þreytta sál, ef leiðin grýtt og örðug er,
ó, hve blítt hann kallar: ,,Hvíld ég veiti þér”.
Fel þú honum hulda framtíð og þitt líf,
Jesús vill þig leiða, Jesús er þín hlíf.

Birdie Bell - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi