Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Pílagrímur, sem að heim

1. Pílagrímur, sem að heim þér hraðar,
frá hörmung tímans, bráðum ertu frjáls.
Heyr! Hve ómur englaskarans laðar,
að einni stund þar hljómar rödd þín sjálfs.

Kór: Vilt þú þá verða með,
er söngur hljómar sterkt sem straumur vatna,
gegnum himinsins sali eitt sinn?
Vilt þú þá verða með?
Er við hástól Drottins helgur, hvítur skari
honum glaður færir lofsönginn?

2. Heyr, þú sál, hve aftanklukkan ómar!
Aldrei fyrr svo skæran gaf hún hreim.
Ef til vill hún aldrei framar hljómar
yfir jörð og kallar sálir heim.

3. Við þann hljóm í aftansólar eldi
mér inn um perluhliðið fylgd er veitt.
Stríð er úti, hvíld mín sál að kveldi,
hvergi framar þráir andinn neitt.

4. Drottins blóð upp dyrum himins lýkur,
dýrð sé Guði nú er opin leið!
Vel Guðs himin! Veröldin þig svíkur,
varast skaltu eilíft böl og neyð.

Josef Rogner - Jónas S. Jakobsson.

Hljóðdæmi