Rétt einn dag
1. Rétt einn dag, já, eina stund í einu,
ei er þörf að kvíða næsta dag.
Föðurskauti hallast ég að hreinu,
hér er borgið ávallt mínum hag.
Fyrir mig Guð faðir er hinn sanni,
fyllir mína hendi alla stund.
Skyggi´ í dag með skúr að mínum ranni
skín á morgni fögur sól á grund.
2. Alla daga er hann mér svo nærri,
að ég hverja stund á vísa náð.
Áhyggjur mér allar liggja fjarri,
ætíð veitir Guð mér styrk og ráð.
Sér á örmum barn sitt mun hann bera
blessun hans mér fyrir öllu sér.
Þörfum eftir, þinn skal styrkur vera,
þetta loforð gafstu, Drottinn, mér.
3. Hjálp mér veit, að hvíla æ ég megi
heilög loforð þín við hverja stund.
Öruggt svo ég æ í trúnni þreyi,
orðum þínum treysti´ að hinzta blund.
Svo að ég með hugarþeli hreinu
hendi þinni taki allt úr hér.
Rétt einn dag, já, eina stund í einu
uns til himindýrðar sæll ég fer.
Lína Sandell – Ásmundur Eiríksson
ei er þörf að kvíða næsta dag.
Föðurskauti hallast ég að hreinu,
hér er borgið ávallt mínum hag.
Fyrir mig Guð faðir er hinn sanni,
fyllir mína hendi alla stund.
Skyggi´ í dag með skúr að mínum ranni
skín á morgni fögur sól á grund.
2. Alla daga er hann mér svo nærri,
að ég hverja stund á vísa náð.
Áhyggjur mér allar liggja fjarri,
ætíð veitir Guð mér styrk og ráð.
Sér á örmum barn sitt mun hann bera
blessun hans mér fyrir öllu sér.
Þörfum eftir, þinn skal styrkur vera,
þetta loforð gafstu, Drottinn, mér.
3. Hjálp mér veit, að hvíla æ ég megi
heilög loforð þín við hverja stund.
Öruggt svo ég æ í trúnni þreyi,
orðum þínum treysti´ að hinzta blund.
Svo að ég með hugarþeli hreinu
hendi þinni taki allt úr hér.
Rétt einn dag, já, eina stund í einu
uns til himindýrðar sæll ég fer.
Lína Sandell – Ásmundur Eiríksson