Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Sá mikli læknir

1. Sá mikli læknir hann er hér,
hinn hjartamildi Jesús.
Í hverri þrenging hjálp oss lér
og huggun veitir Jesús.

Kór: Ljúfasta nafn er lofum vér,
ljúfasta nafn í englaher,
ljúfasta nafnið hjá oss ver:
Jesús, kæri Jesús.

2. Ef baki við þér veröld snýr,
þér vinur reynist Jesús.
Þá jarðnesk gleði frá þér flýr,
þér fögnuð veitir Jesús.

3. Ef syndir þínar sárt þig þjá,
þér sýknun boðar Jesús.
Ó, skelfing dauðans flýðu frá,
og forða þér til Jesú.

4. Ó, kom þú fljótt að finna hann,
því frelsi´ og líf er Jesús,
og settu trú og traust á þann
hinn trúa´ er heitir Jesús.

William Hunter - Helgi Hálfdánarson

Hljóðdæmi