Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Sælu dreymandi

1. Sælu dreymandi, sorgum gleymandi,
hvíli ég í ástarörmum hans.
Friðinn teygandi, frelsið eigandi,
hvíli ég í ástarörmum hans.

Kór: Sæll ég hvíli, hvíli ég í faðmi frelsarans,
hvíli, hvíli, hvíli sæll í ástarörmum hans.

2. Blessuð angandi blómin fangandi,
hvíli ég í ástarörmum hans.
Líf mitt yngjandi upp og syngjandi,
hvíli ég í ástarörmum hans.

3. Aldrei syrgjandi, óttann byrgjandi,
hvíli ég í ástarörmum hans.
Heimi fjær og fjær, Drottni nær og nær,
hvíli ég í ástarörmum hans.

E. A. Hoffman - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi