Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Sé ég um dagmál

1. Sé ég um dagmál, sé ég um kvöld
son Guðs á leit eftir fallinni öld.
Sérhvern hann aðspyr sínum á stig:
:,: ,,Segðu mér, vinur, hvort elskarðu mig?” :,:

2. ,,Þyrnar mig stinga, leitin er löng,
líttu á sár mín úr píslanna þröng.
Hirðirinn góði ei sinnir um sig:
:,: Segðu mér, vinur, hvort elskarðu mig?” :,:

3. ,,Sárt skera fjallanna eggsteinar il
öllu þó kenni ég sárara til
þeim með, er gengur sannleik á svig:
:,: Segðu mér, vinur, hvort elskarðu mig?” :,:

4. ,,Hönd mín er lemstruð, blóðugt er brjóst
brigðhrammur úlfsins svo þungt á mig slóst.
Sótti´ ég í gin hans sauðinn minn þig:
:,: Segðu mér, vinur, hvort elskarðu mig?” :,:

5. ,,Blóðrásin mæðir, blaktir hver æð,
brestur loks hjartað á Golgatahæð.
Sjá, það var fyrir syndarann þig:
:,: Segðu mér, vinur, hvort elskarðu mig?” :,:

Ásmundur  Eiríksson.

Hljóðdæmi