Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Segðu mér söguna

1. Segðu mér söguna´ af Jesú,
sál mín er hungruð og þyrst,
seg mér þá fegurstu sögu,
sem hér á jörð hefir birst.
Seg mér hvað englarnir sögðu,
sveinar þar vöktu yfir hjörð,
þegar að frelsarinn fæddist.
,,Friður á himni og jörð!”

Kór: Segðu mér aftur og aftur
indælu söguna þá,
sál mín af tilbeiðslu titrar,
tárin mér hníga af brá.

2. Seg mér þá aleinn í óbyggð
eldraun hann þoldi og stríð,
hversu hann sigraði Satans
svörtustu freistingahríð.
Seg frá hans ástverka önnum,
og þeirri sorg er hann bar,
hversu hann hæddur og hrjáður,
hrakinn og einmana var.

3. Seg mér frá kvöl hans á krossi,
kvíða og þjáning og neyð,
seg mér hvað engillinn sagði,
sigrandi´ er reis hann frá deyð.
Segðu mér aftur og aftur
indælu söguna þá,
sál mín af tilbeiðslu titrar,
tárin mér hníga af brá.

Fanny J. Crosby - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi