Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Sem draumsjón fögur

1. Sem draumsjón fögur
Drottinn Jesús dag hvern birtist mér,
hann dásamlegri morgunroðans
fegurð krýndur er.
Á bænarvængjum sál mín svífur
honum nær og nær,
og nú er hann mér dýrmætari
en hann var í gær.

Kór: Með fullan sælubikar
hann kemur nær og nær,
og nú er hann mér dýrmætari
en hann var í gær.

2. Frá honum streymir náðarilmur
út um heiminn hér,
sem himinsól og dalsins
lilja Jesús fagur er.
Á bænarvængjum sál mín svífur
honum nær og nær,
og nú er hann mér dýrmætari
en hann var í gær.

3. Frá Jesú hjarta streymir eilíf
straumlind kærleikans,
í stormum lífsins halla ég mér
upp að brjósti hans.
Og nú er hann mér dýrmætari´
en nokkru sinni fyrr
Guðs náðarsjóð hann opnar mér
og himnaríkis dyr!

W. C. Martin - Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi