Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Sendu, ó, herra

1. Sendu, ó, herra, frá hæðum
himneskar daggir og regn.
Hrærðu við hjörtum og æðum,
helga hvern Guðsríkis þegn.

Kór: Sendu, Guð, eld þinn og anda
örþyrstri, biðjandi sál.
Herra, vér hrópum í vanda:
Hreinsa þú burt allt prjál.

2. Sendu, Guð, sannleikans eldinn,
sál minni gefðu hann nú.
Hrærðu þín heilögu veldin,
herra, gef frumkristna trú.

3. Drottinn, í sannleik vér sjáum,
svölunin kemur frá þér.
Blessun, sem börn þín, vér þráum,
bænheyrslu veit okkur hér.

4. Volduga vakningardaga
virstu að láta oss sjá.
Hörmungar heimslýðinn baga
hjálpin er vakning þér frá.

David Carlson - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi