Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Senn mun vor Jesús

1. Senn mun vor Jesús til himinsins heim
:,: hrífa´ oss frá jörð. :,:
Þá mun hinn fagnandi frelsingja her
færa lofgjörð, lofgjörð.

Kór: Sál mín er sæl, sál mín vill róleg una.
Kristur frá himninum koma mun senn,
koma mun senn, já, senn.

2. Ó, hvílík náð að frelsi ég fann
:,: fyrir hans blóð. :,:
Hann frelsar sálir af sérhverri þjóð,
sérhverri þjóð, já, þjóð.

3. Sigurinn vannst, þegar sonur Guðs dó.
:,: Saklaus hann leið, :,:
mig til að réttlæta reis hann frá deyð,
reis upp frá deyð, já, deyð.

4. Ó, kom þú vinur, ef kvelur þig synd!
:,: Kom þú frá synd! :,:
Faðmaðu blæðandi frelsarans mynd,
frelsarans mynd, hans mynd.

Höfundur óþekktur – Jónas S. Jakobsson

Hljóðdæmi