Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Senn rennur upp morgunn

1. Senn rennur upp morgunn svo heiður og hreinn
þá hérvist er fullnuð og gleymdur hver steinn,
sem il mína særði á útlagans strönd,
þá opnast hin margdreymdu himnesku lönd.

Kór: Ó, dýrðlegi morgunn, ó, margþreyða stund,
er mér fylgja englarnir Jesú á fund.
Þá fæ ég að sjá hann, já, eins og hann er,
í almættis kærleik hann brosir við mér.

2. Í heiminum tíðum er húmrokkin nótt,
og hjartað það bærist af kvíða svo ótt.
En skuggi er enginn í himneskum heim,
því heiðríkjan varir í álfunum þeim.

3. Það er sem ég heyri Guðs útvaldra söng
og auga mitt líti björt pálmviðar-göng.
Ég þrái þig, Jesús, og sálnanna safn,
er syngur þér vegsemd og lofar þitt nafn!

Karin Johansson - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi