Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Síðan ég trúði

1. Síðan ég trúði og frelsarann fann
finn ég það gerla, að allt þá ég vann.
Farsæld og gleði og frið gefur hann.
Nú er ég Krists frelsingi, frjáls af náð.

Kór: :,: Ég er Krists frelsingi, frjáls af náð. :,:
Fagna víst má ég, því frelsið nú á ég.
Nú er ég Krists frelsingi, frjáls af náð.

2. Fyrrum ég ráðlaus með fjöldanum gekk,
friðlaus og voðinn æ yfir mér hékk.
Jesús þá leit mig og frelsið ég fékk.
Nú er ég Krists frelsingi, frjáls af náð.

3. Frið Guðs ég á nú svo fagnar hver æð,
frelsið er undrið í tímanna smæð.
Lof og dýrð Jesú í himnanna hæð.
Nú syng ég Krists frelsingi, frjáls af náð.

J. James. M. Gray - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi