Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Síon, þú sál mína laðar

1. Síon, þú sál mína laðar,
sólbjarta friðarins strönd!
Glerhafið geislum í baðar,
gljúpnar af heimþrá mín önd.
Handan við hulu ég eygi
himnesku vordægrin löng.
Drottinn, ég daginn æ þreyi,
dag þinn og útvaldra söng.

Kór: Heitt þreyði, himneski morgunn,
harmanna  þerrarðu tár.
Fólk Guðs á friðarins landi
framar ei ber nokkur sár.

2. Dauðans nú broddur er brotinn,
brotinn í frelsarans und.
Guðs náð á Golgata hlotin,
glöð því og sæl er mín lund.
Sekt þína´ og synd Jesús hylur,
sýkn ertu hjarta hans við.
Sárþunga sorg best hann skilur,
sál þinni gefur hann frið.

3. Freistinga fjöld þó að mæti
fullkominn sigur er vís.
Guði´ ef þú gefur rétt sæti,
gjálpin þá æðandi rís.
Biðjandi barni Guð svarar,
bugast lát aldregi þor!
Börn Guðs, þið blóðkeyptu skarar,
brátt er lífs kórónan vor!

T. B. Barratt – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi