Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Síonbörn og Salemsfrændur

1. Síonbörn og Salems frændur,
sæla, frjálsa, litla hjörð!
Ei þinn verður arfur rændur,
annarri hann lýtur jörð.
Bráðum ertu´ á heiðar halli,
heimsins spott ei fest á þér.
Sá sem fer að Síonfjalli
sá er útlendingur hér.

2. Sigurglöð og sæl þú gengur,
svása hjörð, um fjallstiginn.
Elskar framar ekkert lengur
utan Jesúm, hann er þinn!
Auðlegð þína alla´ í honum
áttu jafnt í dag sem gær.
Fer þá allt að fyllstu vonum,
friði laugað hjartað slær.

3. Allt er komið undir tvennu:
Eiga trú og kærleikann.
Leysir þá úr lögmálsspennu
lífsins andi sérhvern mann.
Sá sem trúir, borg sér byggir
bjargi á, sem hrynur ei.
Sá sem elskar, aldrei hryggir
anda Guðs og Jesúm, nei.

4. Láttu, Jesús, lífsins anda
leiða mig á eftir þér.
Sameinaður svo vil standa
söfnuð þinn við, Drottinn, hér,
guðdómlegum gróðri taka,
gróa fastar stofninn við,
biðja, líða, vinna, vaka,
veit mér, Drottinn, til þess lið.

A. K. Rutström - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi