Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Sjá, hann er vor friður

1. Sjá, hann er vor friður, það hefir hann sagt
og hjarta mitt gleðst við þau orð.
Því öll við sín loforð Guð eið hefir lagt,
og andi minn seðst við hans borð.

Kór: Sjá, hann er vor friður, ó, himneska náð,
Í heimi, sem þekkir ei frið!
Og braut mín um láð hún er birtu Guðs stráð
nú brosir mér himinninn við!

2. Sjá, hann er vor friður, hvað hræðst get ég þá
á himni, á jörðu, í deyð?
Að brjósti hans hallast, sem barnið ég má
og brott er öll sorg mín um leið.

3. Sjá, hann er vor friður í hversdagsins önn,
í hvíld og í gleði og sorg.
Og handan við fjarskann og feigðdjúpa hrönn
mér fagnar hin eilífa borg!

Ásmundur Eiríksson.

Hljóðdæmi