Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Sjáið merkið Kristur kemur

1. Sjáið merkið, Kristur kemur,
krossins tákn hann ber.
Næsta dag vér náum sigri,
nálæg hjálpin er.

Kór: Jesús kallar: ,,Verjið vígið,
vaskra drengja sveit?"
Láttu hljóma ljúft á móti
loforð sterk og heit.

2. Myrkraherinn, syndasveimur
sígur móti oss.
Margir falla, felast sumir,
flýjum því að kross.

3. Lítið upp, því lúður gellur,
ljós Guðs trúin sér.
Göngum djarft í Drottins nafni,
dreifum fjenda her.

4. Heitt er stríðið, hermenn falla
hringinn kringum oss.
Æðrumst samt ei, hátt skal hefja
herrans blóðga kross.

P. P. Bliss - Friðrik Friðriksson

Hljóðdæmi