Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Skín á himni

1. Skín á himni skír og fagur
hinn skæri hvítasunnudagur,
er dregur nafn af Drottins sól.
Dagurinn, er Drottins andi
af dýrðarinnar björtu landi
hér steig á hels og harma ból.
Því syngjum sigurlag
og signum þennan dag.
Drottins andi, oss heill veit þá,
að himnum á vér hátíð slíka megum sjá.

2. Liðu tákn í lofti skæru,
sem leifturtungur bjartar væru,
og settust yfir sérhvern þar.
Tungur enn með leiftri ljóma
og lofstír Drottins þöglar róma
hans veldi´ og dýrð til vegsemdar.
Hvert lauf í lágum dal,
hvert ljós í himinsal eru tungur,
er tala hátt, þótt hafi lágt,
um herrans speki, gæsku´ og mátt.

3. Allir fylltust anda hreinum,
Guðs andi kenndi lærisveinum
að tala ókunn tungumál.
Fyll þú brjóst vor, friðarandi,
og fjötrum svipt og sterku bandi
af vorri tungu´ og vorri sál.
Ó, lát þinn lausnarkraft vort leysa tunguhaft.
Allar tungur með allan mátt
á allan hátt þér alla vegsemd rómi hátt.

S. J. Hedborn - Valdimar Briem.

Hljóðdæmi