Skír oss ástareldi
1. Skír oss ástareldi þínum,
almáttugi Jesús kær,
svo vér getum sálir vakið,
sem að eru dauða nær.
Ljós þíns anda láttu skína
ljúft í vorar sálir nú,
svo þær rúmi meiri mildi,
meiri elsku, von og trú.
Kór: Gef oss öllum, Guð, þinn anda,
glæð og bæt vorn sálarhag.
Send oss eldinn, helga, hreina,
herra Jesús, nú í dag.
2. Þínir vottar forðum fluttu
friðarboðskap þinn um heim.
Alheilagan eld frá hæðum
og þinn kraft þú sendir þeim.
Og þú gefur þínum þjónun
þennan sama kraft í dag,
eilíflega ást þín vakir
yfir vorum sálarhag.
3. Ó, þú sanna sigurhetja,
sonur Guðs og Drottinn vor,
helga þú vorn hug og veit oss
hjálp að feta í þín spor,
svo vér getum hafið hærra
heilagt krossins merki´ á jörð,
og með björtu sannleikssverði
sigrað myrkravöldin hörð.
Höfundur óþekktur – Sigurbjörn Sveinsson
almáttugi Jesús kær,
svo vér getum sálir vakið,
sem að eru dauða nær.
Ljós þíns anda láttu skína
ljúft í vorar sálir nú,
svo þær rúmi meiri mildi,
meiri elsku, von og trú.
Kór: Gef oss öllum, Guð, þinn anda,
glæð og bæt vorn sálarhag.
Send oss eldinn, helga, hreina,
herra Jesús, nú í dag.
2. Þínir vottar forðum fluttu
friðarboðskap þinn um heim.
Alheilagan eld frá hæðum
og þinn kraft þú sendir þeim.
Og þú gefur þínum þjónun
þennan sama kraft í dag,
eilíflega ást þín vakir
yfir vorum sálarhag.
3. Ó, þú sanna sigurhetja,
sonur Guðs og Drottinn vor,
helga þú vorn hug og veit oss
hjálp að feta í þín spor,
svo vér getum hafið hærra
heilagt krossins merki´ á jörð,
og með björtu sannleikssverði
sigrað myrkravöldin hörð.
Höfundur óþekktur – Sigurbjörn Sveinsson