Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Sólarbjörtum Síontindum

1. Sólarbjörtum Síontindum
sál mín hefir náð í trú.
Opið land í unaðsmyndum
augum mínum hlær við nú.

Kór: Ó, hve sæl mín syngur önd,
sonar Guðs mig leiðir hönd.
Ég er dreginn að hans hjarta.
Ó, hve sæl mín syngur önd.

2. Blær Guðs anda brjósti lyftir,
blessar, hreinsar anda minn.
Frelsisstraumur fjötrum sviptir,
fellur mér í hjartað inn.

3. Helgidóm sér hefir tekið
hjarta mínu Jesús í.
Beiskt og ljótt allt burtu rekið.
Birtist hvítasunnan ný!

4. Kærleik Jesú Krists ég þekki
kyndir hann mitt fórnarbál.
Honum gef ég, öðrum ekki,
allt mitt líf af huga´ og sál!

5. Þegar tímans þoka víkur,
þá mér ljómar auglit hans.
Hljómar söngur hafsnið líkur,
heima þar, til frelsarans.

Werner Skibsted – Jónas S. Jakobsson

Hljóðdæmi