Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Son Guðs til jarðar sendur

1. Son Guðs til jarðar sendur, sárþjáðum veitir lið.
Útbreiddar barnsins hendur boða þér líf og grið.
Í jötu lágt þó lagður lausnari heimsins sé,
auðmýkt hann átti meiri, er hann bar krossins tré.

Kór: Lágt er í jötu lagður lausnari minn og þinn.
Barnið með bros á vörum breiðir út faðminn sinn.
Hann þráir þig að frelsa, þú frið svo öðlist hans.
Krjúp þú við kvikfjár jötu, hvílustað frelsarans.

2. Guði til heiðurs hljómi hjarta míns þakkargjörð, himinninn endurómi, allt lofi þig á jörð.
Son Guðs mig sælan gerði, syndanna leysti bönd.
Barnið með brosið milda bjargaði minni önd.

3. Kom þú, sem þráir frelsi, þinn tími bíður ei.
Synda í brimi bugar bylgjan þitt vonafley.
Nú er þinn náðartími, nú bíður frelsarinn.
Barnið með bros á vörum breiðir út faðminn sinn.

Jónas S. Jakobsson.

Hljóðdæmi