Stilltur, rór með stöðugt hjarta
1. Stilltur, rór með stöðugt hjarta
stattu þegar sorg að ber.
Aldrei skaltu æðrast, kvarta,
allt í náð Guð vegur þér.
Ei hann þyngra á neinn leggur,
en sem borið getur hver.
Miskunn hans er múrbjargs-veggur,
mestur Guð í raun hann er.
2. Stilltur ver, þá stormar æða,
storminn þarf svo feyskin lauf
detti af, en Drottinn hæða
dreypir náð í undarauf.
Gullið þarf að ganga´ í logann,
Guðelsk sál í reynslueld,
fyrr en lítur ,,friðarbogann”
fellur regn á blómin hrelld.
3. Stilltur ver þú stundir allar,
stöðugt Guðs svo heyrir raust.
Þýðstu ráð hans, þá hann kallar
þig, að festa á sér traust.
Betur en hin besta móðir
barn sitt Drottinn verndað fær.
Vökum, biðjum, verum hljóðir,
viskan upp af reynslu grær.
4. Stilltur sæk að stefnumarki
stirntur kvölds er himinninn.
Hátt í þyrnum heims þó snarki
heim fer pílagrímurinn!
Stjörnuljósum stirnir sporið,
styttist leiðin óðum þeim
eilíft sem að elska vorið,
ó, hve gott að koma heim.
Werner Skibsted - Ásmundur Eiríksson
stattu þegar sorg að ber.
Aldrei skaltu æðrast, kvarta,
allt í náð Guð vegur þér.
Ei hann þyngra á neinn leggur,
en sem borið getur hver.
Miskunn hans er múrbjargs-veggur,
mestur Guð í raun hann er.
2. Stilltur ver, þá stormar æða,
storminn þarf svo feyskin lauf
detti af, en Drottinn hæða
dreypir náð í undarauf.
Gullið þarf að ganga´ í logann,
Guðelsk sál í reynslueld,
fyrr en lítur ,,friðarbogann”
fellur regn á blómin hrelld.
3. Stilltur ver þú stundir allar,
stöðugt Guðs svo heyrir raust.
Þýðstu ráð hans, þá hann kallar
þig, að festa á sér traust.
Betur en hin besta móðir
barn sitt Drottinn verndað fær.
Vökum, biðjum, verum hljóðir,
viskan upp af reynslu grær.
4. Stilltur sæk að stefnumarki
stirntur kvölds er himinninn.
Hátt í þyrnum heims þó snarki
heim fer pílagrímurinn!
Stjörnuljósum stirnir sporið,
styttist leiðin óðum þeim
eilíft sem að elska vorið,
ó, hve gott að koma heim.
Werner Skibsted - Ásmundur Eiríksson