Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Stöðugt meira af Jesú

1. Stöðugt meira af Jesú, stöðugt meira líf,
stærst er löngun hjartans, uns ég til þín svíf.
Eins og hindin vatnslind, þráir sál mín þig.
Þínum lífsins veigum fylltu, Drottinn, mig.

Kór: Stöðugt meira´ af Jesú, styrk og kraft ég þarf,
stöðugt meira af Jesú, meiri trúararf!
Stöðugt hjartað fylla, straumar lífsins þeir.
Stöðugt meira af Jesú, dag frá degi meir!

2. Stöðugt meira´ af Jesú, stór er náðin hans.
Styðst ég alla tíð við ríkdóm frelsarans.
Friðar nýt ég jafnan, feta hans í spor.
Finn þau í hans orði, gleðst við eilíft vor.

3. Stöðugt meira´ af Jesú, stríði lífsins í
stjörnur fyrirheita blika hátt við ský.
Stöðugt meira´ af Jesú, stílast Drottins ráð.
Stend ég senn þar heima, frelsaður af náð.

Höfundur óþekktur - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi